top of page

Súkkulaði "nicecream" fyrir 2

Athugið að mestu skiptir að nota vel þroskaða banana. Best er að kaupa slatta og leyfa þeim að verða gulir og jafnvel smá blettóttir áður en þeir eru frystir. Takið hvern banana í 4 hluta og frystið í poka. Varist að kremja bananabitana því þá verður áferðin verri.

FB_IMG_1639389695474.jpg

4 frosnir vel þroskaðir bananar, um 200 gr á mann
100 ml góð hnetumjólk án viðbætts sykurs, t.d. heslihnetumjólk.
1 msk kakó
Hnetusmjör
Náttúrulega gott granóla
Fersk ber

    Setjið öll innihaldsefnin í öflugan blandara og maukið uns kremað. Ef þú átt ekki öflugan blandara er betra að nota matvinnsluvél.

    Setjið í skál, toppið með hnetusmjöri og granóla. Borðið strax og veltið fyrir ykkur hvað það er auðvelt að gera gúmmelaði án aukaefna.
bottom of page