top of page

Límónu- og mangójógúrt

FB_IMG_1639389695474.jpg

Ótrúlega einföld en fullkomlega tjúllað góð tilbreyting við hefðbundið millimál eða morgunmat. Granóla gefur þessu svo stökkan topp svo að fulltrúar alls þess besta eiga hér stórleik! Sætt mangó mætir súrri límónu og silkimjúkt, próteinríkt jógúrt mætir stökku og trefjaríku granóla. 👌

Innihaldsefni

Magn per skál/bolla


200 g hreint grískt jógúrt

1 msk límónusafi

1 tsk límónubörkur (rifinn)

2 msk ferskt, vel þroskað mangó, skorið í bita

2 mintulauf söxuð

2 msk Náttúrulega gott granóla

Aðferð

Hrærið jógúrti, safa, berki og mangóbitum saman. Toppið með granóla og ferskri mintu.

©2021 Náttúrulega gott

bottom of page