top of page

Besti hollustuísinn

FB_IMG_1639389695474.jpg

Ninja Cremi: Besti hollustuísinn og leynitrix.

Hér skiptir áferðin öllu máli! Ég geri yfirleitt tvöfaldan skammt og drekk helminginn sem sjeik í morgunmat, set rest í frysti í Ninja Cremi box og geri svo ís daginn eftir með vélinni og borða hann í morgunmat með granóla og hnetusmjöri.

Innihaldsefni

2 stórir frosnir bananar (vel þroskaðir en ekki brúnir)

250 ml hnetumjólk án vibætts sykurs (heslihnetumjólk er best, annars möndlu- eða hefðbundin)

2 döðlur 

1 msk hnetusmjör

30 gr vanilluprótein - má sleppa (lesa utan á og forðast sykur og aukaefni)

2-3 vænir klakar (má sleppa ef ekki er verið að gera sjeik)

Aðferð

Setjið öll hráefni í góðan blandara og blandið uns kekkjalaust og kremað. 


Hellið í eitt glas og eitt eða tvö Ninja Cremi box og frystið. Þar sem blandan var að hluta frosin er yfirleitt nóg að frysta í 5-6 tíma en ekki sólarhring eins og leiðbeiningar vélarinnar segja til um. 

Þegar blandan er orðin gaddfreðin eru þetta töfra ráðin til að tryggja fullkomna útkomu: 


Fyrir þolinmóð er best að kippa boxinu út og láta það standa á borði í 5-10 mín og smella svo í vélina.


Fyrir hin: 


1. Setja hliðarnar á boxinu undir rennandi heitt vatn í nokkrar sekúndur. Það hjálpar vélinni að ná samfellu í mjúkri áferð og losna við ísnálar. 


2. Setja boxið í vélina og stilla á soft serve.


3. Taka boxið út og setja hliðarnar aftur örstutt undir heitt vatn.


4. Ýta á re-spin.


Ef ísinn er "krullaður" eða eins og harðar flögur eftir fyrstu þeytingu má bregða á það ráð að setja 1 msk af mjólk út í og svo setja heitt vatn á hliðarnar örstutt áður en ýtt er á re-spin.

©2021 Náttúrulega gott

bottom of page