Hollt döðlugott

Innihaldsefni
Botn
300 g mjúkar döðlur
2 dl kókosolía
Sjávarsalt
Góð vanilla – duft eða dropar
1 msk. ósætt kakó
75 g Náttúrulega gott granóla
Millilag – eitthvað af eftirfarandi. Ég nota 2-3 tegundir
Rúsínur
Kókosflögur
Goji-ber
Salthnetur
Kakónibbur
Möndlur
Valhnetur
Pekanhnetur
Heslihnetur
Örlítið salt
Bráð
120 g hnetu- eða möndlusmjör (eða það besta kókos- og döðlusmjör frá Rapunzel - þá þarf ekki aðra sætu)
80 g kakósmjör
80 g ósætt kakó – má vera minna ef þú vilt ekki mjög dökkt súkkulaði
Salt á hnífsoddi
2-3 msk. hunang (ef þú ert ekki alveg sykurlaus) eða 30 dropar karamellustevía eða 3 msk. döðlusíróp (niðursoðnar döðlur) – má sleppa en þá er súkkulaðið alveg ósætt.
Aðferð
Botn
Döðlurnar eru lagðar í bleyti í sjóðandi heitu vatni í 10 mínútur.
Vatninu er hellt af og döðlurnar settar í matvinnsluvél ásamt kakói, vanillu, fljótandi kókosolíu og klípu af sjávarsalti.
Vélin er látin hamast þar til úr verður kekkjalaus karamella.
Þá er granólanu hrært saman við þar til úr verður þykk og falleg blanda.
Setjið bökunarpappír eða plastfilmu í botninn á kassalaga móti (t.d. eldföstu móti) og setjið í frysti á meðan bráðin er útbúin.
Bráð
Kakósmjör og hnetusmjör er látið bráðna í potti við vægan hita.
Þegar smjörið er albráðið fer kakóið, stevían, hunangið/sírópið og saltið út í pottinn. Hrærið vel með gaffli og slökkvið undir.
Mótið er tekið úr frysti og millilag sett ef vill. Ég notaði hnetur, goji-ber, kókos og kakónibbur en í raun er fínt að nota bara það sem þú átt. Salthnetur og rúsínur gætu verið gott flipp líka.
Súkkulaðinu er svo hellt yfir og mótið sett inn í frysti í að lágmarki 1 klst.
Því næst er hægt að kippa gleðiklumpnum upp og skera í mola! Geymist best í frysti.


