top of page

Bláberja- og sítrónustykki

FB_IMG_1639389695474.jpg

Þessi stykki eru frábært millimál, sunnudagsmorgunverður eða til að eiga í frysti. Þau eru fullkomin sem eftirréttur ef þau eru velgd og þeyttum rjóma eða grísku jógúrti bætt við. Ég notaði nýtínd bláber að vestan en það má nota fersk eða frosin ber. Látið þó berjasultuna malla lengur ef frosin ber eru notuð.
Sultufylling – Athugið að þessa er gott að tvöfalda og eiga sem topp á jógúrt.

Innihaldsefni

Sultufylling

Athugið að þessa er gott að tvöfalda og eiga sem topp á jógúrt.

2 dl bláber (fersk eða frosin)

½ dl eplasafi

1 tsk sítrónusafi


Botninn

5 dl góðir hafrar

1,5 dl Náttúrulega Gott granóla – mylsnan úr pokanum

2/3 dl hnetusmjör

2/3 dl döðlusíróp eða hunang (gott að blanda)

2 msk kókosolía, fljótandi

1 lífræn sítróna (má sleppa)

Aðferð

Sultufylling


Setjið bláber, sítrónusafa og eplasafa í pott og látið suðuna koma upp. Látið malla í um 30 mínútur svo þykkni. Fyrir sítrónuelskendur er æði að setja rifinn sítrónubörk út í! Gætið þess að skola hana vel og að ekkert af hvíta undirlaginu fari með því það er beiskt.

Látið kólna.


Botninn


Hitið ofninn í 200 gráður – undir- og yfirhiti.

Setjið 5 dl af höfrum og 1 dl af Náttúrulega Gott granóla (ekki stóra köggla) í skál. Bætið hnetusmjörinu, sætunni og olíunni saman við. Hrærið svo að loði vel saman. Fyrir þau sem elska sítrónur er frábært að raspa börkinn af einni lífrænni sítrónu út í deigið (já líka hér). Setjið bökunarpappír í jólakökuform. Setjið deigblönduna í formið en skiljið um 2 dl af blöndunni eftir til að nota á toppinn.


Þrýstið blöndunni niður í formið með sleikju svo úr verður fallegur botn. Setjið því næst 1 dl af bláberjasultunni ofan á og þekjið vel.


Takið restina af deiginu og bætið við 0,5 dl af Náttúrulega Gott Granóla – ekki köggla – gott að nýta mylsnuna í botni pokans. Dreifið svo þeirri blöndu með fingrunum yfir sultuna.

Bakið á 200 gráðum (ekki með viftu) í 16-20 mínútur.


Geymist best í kæli.

©2021 Náttúrulega gott

bottom of page