top of page
Hér er það komið - granólað sem fjölskyldan mín borðar alla morgna. Þetta gúmmelaði er án viðbætts sykurs og aðeins sætt með ferskum banönum og þurrkuðum ávöxtum. Ekkert falið sætuefni eða sykur í dulbúningi. Einungis strangheiðarlegt og brjálæðislega gott granóla sem hentar fullkomlega til að toppa jógúrt, í eftirrétti, kökubotna eða til að borða eitt og sér. Þetta getur öll fjölskyldan borðað með góðri samvisku!
bottom of page