Selleríhreinsun

00024
kr 4.490
Á lager
1
Vörulýsing

5 daga selleríhreinsun inniheldur 5 x 330ml flöskur af nýpressuðu sellerí og engu öðru. Mælt er með að drekka eina flösku á fastandi maga í upphafi dags.

Sellerí þykir hafa mjög hreinsandi áhrif og er bæði vatnslosandi og mjög gott fyrir húðina. Einnig er talið að sellerí geti bætt lifrarstarfsemina með hreinsandi áhrifum sínum. Ef þú skuldar lifrinni knús, þá er selleríhreinsun málið! Safinn þykir jafna blóðsykur og minnka þannig sykur og áfengislöngun.


Þessi pakki er sérstaklega hannaður fyrir fastakúnnana okkar sem biðja ítrekað um sellerí safa.


Ath! Þar sem safinn er öflugur í hreinsun og ýtir undir tíð þvaglát er mikilvægt að drekka vel af vatni og jafnvel taka steinefnablöndu til að forðast að skola of mikið af steinefnum út. Magnesiumblanda er til dæmis mjög góð.


5 hylki af Mjólkuþistli frá Iceherbes fylgja með en þau þykja öflug í lifrarhreinsun og innihalda hylkin einnig íslensk fjallagrös. Sjá nánar hér!

ATH: Panta þarf með eins dags fyrirvara. Sendur verður tölvupóstur þegar pakkinn er tilbúinn.

Vista þessa vöru