ATH - Þetta verður gaman! Litabombur eru náttúruleg ofurfæða í hylkjum sem gera þér kleift að lita nánast hvað sem er.
Hvert glas af Litabombum inniheldur 80 hylki: 20 með rauðrófum 20 með túrmerik 20 með blárri spírúlínu 20 með hveitigrasi
Þú færð því alla grunnlitina - gulur, rauður, grænn og blár. Þú getur einnig blandað þína eigin liti eins og fjólubláan og appelsínugulan.
Vertu ofurhetja í eldhúsinu. Búðu til bláa þeytinga. Litaðu smjörkremið í öllum litum - jógúrtið, sódavatnið og kókosmjölið fyrir náttúrulegt og litríkt kökuskraut eða opnaðu nokkur hylki í baðvatninu.