Frostþurrkuð súpa

00015
kr 980
Á lager
1
Vörulýsing

Frostþurrkuð súpa - fullkomin í DETOX

Þessi súpa er alger snilld! Ferskt grænmeti er frostþurrkað og kryddi, extra virgin ólífuolíu og tilfallandi salti og baunum í litlu magni (mismunandi eftir tegundum) er bætt við. Þú hellir einfaldlega 1 og 1/2 bolla af vatni (369 gr) hægt í skál yfir innihaldið úr pokanum og hrærir. Súpan þykknar og er staðgóð og einstaklega holl máltíð. Fáar hitaeiningar en góð næring.

Engin aukaefni eru í súpunum og leitast er við að sporna gegn matarsóun með að frostþurrka grænmeti sem ekki er tekið til sölu í verslunum í Portúgal.

Framleiðandinn Rotten Fruit Box er lítið fjölskyldufyrirtæki sem Granóabarinn er í nánum samskiptum við. Við erum með umboðið fyrir vörur þeirra hérlendis og getum því boðið mjög gott verð.

Bragðtegundir eru mismunandi. Þú getur valið á staðnum hjá okkur.

Meðal vinsælla bragðtegunda eru:

Leyniuppskrift ömmu - Innihald: Kartöflur, grænkál, ólífuolía, gulrætur, laukur, blaðlaukur, kúrbítur, salt, hvítlaukur.
Grænmetissúpa - Innihald: Gulrætur, kartöflur, hvítkál, grænar baunir, ólífuolía, laukur, salt, hvítlaukur.
Kremuð gulrótarsúpa - Innihald: gulrætur, kartöflur, laukur, ólífuolía, salt, hvítlaukur.
Tómat-gaspazio (hægt að borða kalda eða heita)

ATH: Ef þú átt afgang af hráu grænmeti eða spírum er frábært að nota það sem topping.

Vista þessa vöru